Er trúleysi jafnvel VERRA en einhver djöflatrú, eða trú á einhver önnur óstaðfest hindurvitni??

Um leið og ég óska bloggverjum öllum gleðilegs árs og friðar , get ég ekki annað en velt fyrir mér þessari spurningu!

Af býsnamálflutningi sumra s.k. trúmanna og kirkjunnar þjóna gæti maður stundum ályktað að verra sé að vera það sem kallað er Trúleysingi, heldur en að trúa einhverri óskilgreindri vitleysu.

Sauðarlegt tal um hið kalda tóm trúleysisins sem sé svo mannskemmandi að það hljóti óumflýjanlega að geta af sér verra samfélag en ella, er ofar mínum skilningi.

Held reyndar frekar að trúin sé oft flóttaleið einstaklinga sem hafa lent í einhverri andlegri krísu , n.k. tómarúmi andans af einhverjum óskilgreindum ástæðum. Átta sig svo engan veginn á því að aðrir geti komist í gegnum lífið óbrenglaðir án þess að "frelsast" til einhverskonar trúar.

Þetta er mikill misskilningur. Trúleysi hlýtur að vera hið eðlilega upphafsástand hverrar mannskepnu. Mikilvægt hlýtur að teljast að hver einstaklingur á sinni þroskabraut fái hlutlausa uppfræðslu um veröldina og þau tækifæri sem hún hefur uppá að bjóða í trúarlegum efnum. Ekki sé þrýst á unglinga sem vart hafa þroska til, að taka afstöðu í þessum efnum. Þar sé leið trúleysisins s.k. gefin sem eðlilegur valkostur á við trúarbrögð ýmiss konar.

Verður að segjast útfrá kaldri skynsemi og rökfræði hljóti það alltaf að vera valkostur nr. 1 ! Þ.e. að trúa fyrst og fremst á það góða í hverri skepnu þessa heims og viðleitnina til að halda frið á jörðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband