Skyldu aðrir fulltrúar í borgarstjórn geta framvísað heilbrigðisvottorði?

Frekar finnst mér lítilmótlegt þetta tal um heilbrigðisvottorðið hans Ólafs F. Skyldu ekki flestir núverandi borgarfulltrúar hafa einhverntíman á lífsleiðinni þurft að skila inn heilbrigðisvottorði?

Ólafur hefur það þó líklega fram yfir hina alla að hafa fengið sérstakt vottorð um heilbrigði til að taka sæti í Borgarstjórn.

Hans staða hlýtur að teljast sterkari en hinna að því leyti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það eru fæstir sem skila inn heilbrigðisvottorði. Fólk sem hefur átt við veikindi að stríða skilar veikindavottorði til að fá laun fyrir þá daga sem veikindin voru. Þannig að vottorð Ólafs, sem ákveðin "aðili" í borgarstjórn fór fram á er undantekning og vonandi lendir viðkomandi aðili ekki sjálfur í veikindum, því þetta voru hallærislegar aðfarir að Ólafi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.1.2008 kl. 23:28

2 identicon

Það er regla hjá ríkinu (ríkisstarfsmönnum) að skila inn vottorði eftir veikindi. Það er ekkert athugunarvert við það.  En spurningin er þessi, hver veikist í nótt og verður veikur á morgun? Eg veit það ekki. kv. Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband