Meirihlutamyndanir í sveitarstjórnum á gráu svæði?

Vísa hér aftur til ábendingar minnar í grein Ámunda Loftssonar hér næst á undan.

Hef stundum velt fyrir mér, líkt og Ámundi, lögmæti þess að s.k. meirihlutar geti sest á málefni sveitarfélaga og jafnvel haldið upplýsingum frá hluta kjörinna fulltrúa sinna til lengri eða skemmri tíma.

Tel að líta verði svo á að allir réttkjörnir fulltrúar sveitarfélags hafi jafnan rétt til að fá allar upplýsingar sem varða sveitarfélag sitt og allar fyrirætlanir um framkvæmdir og annað sem það varðar svo fljótt sem verða má. Þeir eru allir kjörnir sem jafnréttháir  til að fara með stjórn sveitarfélagsins í upphafi.

Vantar sennilega viðurlög til að taka á þeim sem brjóta gegn þessari sjálfsögðu reglu.

Fyrirframgefnir meirihlutar eru í sjálfu sér óþarfir þannig séð, því auðvitað myndast í umræðunni um málaflokka meirihlutar um það sem vænlegt þykir fyrir viðkomandi sveitarfélög.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband