Um hæfi til Umboðsmanns til að úrskurða vegna gruns um fyrirfram myndaða skoðun!

Árni Mathiesen verður að gera sér grein fyrir því að umboðsmaður alþingis er ávallt í þeirri stöðu að geta þurft að gefa álit á stjórnsýslunni. Þess vegna geta  það ekki verið gild rök fyrir að ómerkja úrskurð hans á forsendum fyriframgefins viðhorfs.

Þegar svona tilvik koma upp hlýtur hann ávallt ,skv. embættisskyldu , að íhuga ekki seinna en strax ,og jafnvel mynda sér skoðun á hvort málið standist eðlileg viðmið um löglega og vandaða stjórnsýslu!

Hér er hann í ólíkri stöðu og t.d. ráðherra sem hefur á  einverju stigi gefið upp skoðun á tilteknu máli sem síðar kann að verða skotið til hans til úrskurðar, eða gefið umsækjanda um stöðu við embætti sem hann skipar meðmæli.    Það gerir viðkomandi að sjálfsögðu vanhæfan !

Umboðsmaður hefði hinsvegar þurft að lýsa yfir áður en málinu var skotið til hans, að hann teldi Árna sem settan dómsmálaráðherra ráðherra brotlegan,  til að  því væri hægt að jafna saman!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati segir þetta heilmikið um Árna Mathiesen sjálfa. Í fyrsta lagi þá virðist hann ekki vera mjög vel gefinn.   Hann virðist vera uppfullur af frekju og sjálfselsku.  Það er hræðileg tilhugsun að hafa mann sem hugsar svona í svo háu embætti.  Hér þarf virkilega að fara að hreinsa út úr stjórnarheimilinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband