Hvernig má það vera að ekki sé hægt að leiðrétta ranglæti í einum áfanga?

Nánast alþjóð, jafnt lærðir sem leikir , virðast sammála um að launakjör ljósmæðra séu ranglát miðað við menntun og ábyrgð þeirra í starfi!

En, ótrúlegasta fólk virðist tilbúið að fallast á að ekki sé hægt að leirétta þetta ranglæti nema í áföngum.

Sambærilegt væri líklega  maður sem hefði verið ranglega dæmdur til fangavistar , að  ekki væri hægt að veita honum frelsi nema í áföngum þegar hann ljóst væri að hann hafi hlotið óréttlátan/rangan dóm og sýknun átt sér stað!

Hvað er heilbrigðiskerfið búið að spara gegnum tíðina með því að vanmeta störf þessarar stéttar, og neita henni um leiðréttingu þegar betur áraði?

Hversu mikið meira er til skiptanna í kerfinu ,vegna þessara vangreiddu launa.

Mér finnst eðlilegt að verða við kröfum ljósmæðra nú þegar, og prísa okkur sæl fyrir að þær fari ekki fram á afturvirka leiðréttingu til margra ára!

Ljósmæður! Ekki gefa þumlung eftir fyrir hálaunuðum lágmennum hins heillum horfna dýralæknis!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þetta með þér Kristján minn Heyr Heyr..

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 12:26

2 identicon

Heyr heyr , er svo sammála þér pabbi!!

Magga (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband