Góð samlíking........... eða hvað?

Óli Björn Kárason og Börn Ingi Hrafnsson voru í kastljósi áðan að ræða hina alvarlegu stöðu efnahagsmála hér og víðar.

Kom þar sögu að rætt var um kröfu margra að menn verði látnir sæta ábyrgð.

Óli Björn benti réttilega á,  fannst mér í fyrstu, að auðvitað hugsaði slökkvilið sem kæmi að bruna fyrst og fremst um að slökkva eldinn, en ekki að eltast við þann sem kveikti í!

Að vissu marki skynsamlega ályktað!

En hvað ef brennuvargurinn er enn á ferð í byggingunni með bensínbrúsa og kveikir jafnóðum nýja elda?

Er þá ekki skynsamlegt að gera hann óvirkan strax ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband