Eru lífeyrissjóðirnir ósnertanlegir?

Væri þeim ekki raunverulega betur varið til að létta eitthvað undir með okkur í gegnum þessa efnahagslegu lægð ,sem meðal annars er á ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna okkar, eins og að ríghalda í þá og verðtryggingu  þeirra inní óvissa framtíð.

Hver segir að þessir 500 milljarðar sem okkur er sagt að ávaxtaðir séu í útlöndum gufi ekki einfaldlega upp einhvern daginn í efnahagslegum áföllum og svikastarfsemi á mörkuðum heimsins!

Búið er að ljúga hinn vinnandi mann fullan um þá framtíðartryggingu sem felst í að leggja í lífeyrissjóði.  Hið opinbera ,ríkið hefur miskunnarlaust komið aftan að fólki og hirt í mörgum tilfellum rjómann af þeim ávinningi með skerðingarmörkum bóta og allrahanda fiffi.

Séreignasparnaðurinn ætti umsvifalaust að verða laus til útborgunar hjá þeim sem þess óska , í ljósi aðstæðna sem eru uppi.

Athuga hvort ekki sé fært að koma á einhverskonar gegnumstreymissjóðum í lífeyrismálum.

Losna þannig við spillingarhvatann sem fylgir því að verkalýðsrekendur eru að kaupa sjálfum sér stöður með aðkomu að ráðstöfun þessa fjár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband