Að athafna sig á vettvangi glæps sem maður hefur sjálfur framið!

Horfði á löggumynd í sjónvarpinu í gærkvöldi, sem er ekki í sjálfu sér frásagnarvert.

En smám saman rann upp fyrir mér samlíkingin við íslenskan veruleika í dag.

Semsagt lögreglumaður "lenti" í því að verða mannsbani í átökum við fíkniefnadela, var kannske með eitthvað óhreint í pokahorninu sjálfur! Sá reyndar ekki upphaf myndarinnar.

Nema hvað ? Hann var kallaður til sjálfur meðal annarra lögreglumanna til að rannsókna á vettvangi, var held ég sérfræðingur í blóðrannsóknadeild jafnvel.  Hann mætti auðvitað, sakleysið uppmálað og fór að hamast við að fjarlægja allt sem gæti vísað á hann sjálfan, m.a. tönn eða jaxl sem sýndist mér sem hann hafði misst í átökunum.

Nákvæmlega hliðstæða þess sem er að gerast í íslensku stjórn og bankakerfi í dag!

Sjálfir vafagemlingarnir á vettvangi að eyða sönnunargögnum sem gætu vísað á þá sjálfa,.....  eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband