Hvað viljum við óbreyttir upp á dekk?

Þetta er spurning sem leitar á mann þegar maður veltir fyrir sér þessari nýtilkomnu áráttu margra, að láta ljós sitt skína hér á s.k. bloggsíðum . Sjálfsagt hafa menn mismikið fram að færa, eins og gengur, en að því gefnu að menn virði almennar kurteisisreglur í samkiptunum hér, þá er þetta kjörinn vettvangur til skoðanaskipta.  Ef menn eru haldnir ranghugmyndum, fá þeir leiðsögn á rétta slóð, vonandi, því hér virðist fólk ólatt að gera athugasemdir við skrif annarra ef hneykslan valda.

Nú er hafinn sá tími þegar þau "tíðkast mjög hin breiðu spjótin"í pólitíkinni, og hafa foringjar framboðanna verið leiddir fyrir okkur til að vitna um eigið ágæti nokkrum sinnum. Er það sem vænta mátti,að hverjum þykir sinn fugl fagur hér í umræðunni . Hafa skipað sér í lið flestir og mega vart vatni halda yfir speki sinna manna, en fyrirlitningin gjarnan í álíka hæðum gagnvart hinum.

Sem betur fer kemur það í ljós í svona umræðum, að þetta eru bara dauðlegir menn sem eiga misjafnan dag, svona einsog tíðkast í boltanum, og eru að ég held ekkert mikið betur gefnir en við almúginn svona að meðaltali.   En einhvern hæfileika hafa þeir samt umfram okkur flest sem látum ljós okkar skína hér á blogginu, allavega hafa þeir komið sér þetta lengra upp metorðastigann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband