Persónuafsláttur/Skattleysismörk!

Eitt af því sem ergir mig helst við íslenskan veruleika er þessi endalausi slagur við skattgráðug stjórnvöld. Menn takast endalaust á um hvar setja beri mörkin sem menn fari að greiða skatta við. Þetta ætti hinsvegar að vera auðvelt úrlausnarefni . Það getur ekki talist eðlilegt að menn þurfi að greiða tekjuskatt til ríkisins af nauðþurftartekjum sínum. . Það getur ekki verið ávinningur að hirða af fólki skatt til að gera það þar með ósjálfbjarga og aftur uppá samhjálpina komið.Það hlýtur að sparast verulega á móti í ýmsum félagslegum þáttum ef fólk fær að halda stærri hluta af sínum launum . Svo maður tali nú ekki um hvernig við erum með skattheimtu gerð að n.k. búfénaði bankanna, sem blóðmjólka okkur og rýja inn ð skinni og halda okkur í ánauð nánast.  150 þúsund króna frítekjumark er eitthvað sem við eigum ótrauð að stefna að. Enginn lifir sómasamlega af minni upphæð en það . Takmarkið hlýtur reyndar að vera 200 þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils!   Hóflegir neysluskattar eru miklu eðlilegri tekjustofn fyrir samneysluna.Þar hefur einstaklingurinn þó ákveðið val  hvenær  hann greiðir til ríkisins.

Ég man þá tíð að íhaldið boðaði afnám tekjuskatts af almennum launatekjum! Það er víst löngu gleymt á þeim bænum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband