Setjum tímamörk á æðstu stjórnendur !

Eitt af því sem ég tel nauðsynlegt hverri lýðræðisþjóð er að setja reglur um hvað hver einstaklingur sem fær til þess umboð, geti gegnt æðstu embættum lengi hverju sinni.  Full ástæða er til að huga að þessu atriði, og hafa menn víða um lönd sett ákvæði um þetta., s.s. Bandaríkjamenn sem eru eitt þekktasta dæmið , þar sem forsetar sitja í mesta lagi 8 ár , eða 2 kjörtímabil, og hefur manni stundum virst að það megi ekki lengra vera!  Þegar stjórnmálasaga íslenska lýðveldisins er skoðuð, má okkur vera ljóst að aðeins sl. hálfan annan áratug hefur í raun reynt á , að þetta hefði verið heppilegra fyrir okkar þjóð, að svona regla væri viðhöfð.  Það hefur semsé sýnt sig,að okkar landsfeður  geta misst dómgreind ,og farið að níðast á því sem þeim er til trúað, eftir of langa valdasetu.   Þarf varla að nefna nöfn tveggja fyrrverandi forsætisráðherra sem á endasprettinum höguðu sér eins og bjánar gagnvart þjóð og þingi, og munu hljóta ævarandi skömm fyrir. Báðir að upplagi vel gerðir menn og skynsamir sem áttu farsælan feril framan af, en valdaglýjan villti þeim sýn eftir of langa setu á þeim háu stólum. Veit ég vel að sá seinni var ekki svo lengi á forsætisráðherrastóli, en langvarandi valdaseta á öðrum stólum hafði spillt það mikið ,að hún var búin að skemma dómgreindina. Mér er nær að halda ,að enginn manneskja sé svo vel gerð að of mikið og langvarandi vald viðkomandi, spilli ekki fyrr en síðar.

Því held ég að tímamörkuð valdaseta einstaklinga,sé nauðsynleg mannvernd, bæði þeim sjálfum til handa, sem og þeim sem við þurfa að búa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband