Landsfundarrómantík!

Vel til fundið hjá samfylkingunni að halda landsfund sömu helgina og Íhaldið! Eyðilagði þar með að mestu athyglina sem slíkar samkomur hafa náð hjá Valhallarmönnum! Þeirra hernaðaráætlun hefur verið að vera óvenju nærri kosningum með þessa samkomu ,og láta athyglina skila góðu fylgi í kjörkassanna innan mánaðar .

Sjálfur sat ég, sem meintur bláliði, 3 svona fundi. Fyrst 1991 og tók þá þátt í að koma Davíð til valda.  Mættu þar frændur tveir úr Eyjafjarðarsveitinni og studdum okkar mann við mismiklar vinsældir sveitunganna og Akureyraríhaldsins sem hafði veðjað á Steina Páls.  Fengum orð í eyra heimkomnir fyrir þessa fásinnu. Spurðir hvort við vissum ekki að Davíð væri klikkaður! Þóttumst geta borið höfuðið hátt fullvissir um að við hefðum veðjað á réttan hest. Kom enda á daginn að hrakspár reyndust ekki eiga við rök að styðjast, fram var kominn nýr landsfaðir ,gagnrýnisraddir hljóðnuðu. Davíð stóð sig vel fyrstu tvö kjörtímabilin , beinlínis brilleraði!  En svo um aldamótin hófst hernaðurinn gegn öryrkjum og öldruðum, Baugi Forsetanum og fleiri ýmynduðum óvinum.  Sagði mig úr flokknum með þjósti snemma árs 2001. Flokkurinn minn var kominn í tröllahendur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband