Co-pilot sem brást. Er hann trausts verður.

Nú um stundir tíðkast það mjög að mæra hinn geðþekka Geir Haarde ,formann Sjálfstæðisflokksins, sem hin eina traustsverða forystumann fyrir komandi stjórn þessa lands.  Vafalaust er hann mörgum góðum gáfum gæddur, en ábyrgur getur hann varla talist sem landshöfðingi. 

 Skemmst er þar að minnast aumingjalegrar framkomu hans sem varaformanns , sem og auðvitað alls þingflokksins ,þegar formaðurinn hans , Davíð Oddsson atti stjórninni gegn þjóðinni og forsetanum í s.k. fjölmiðlamáli. Augljóslega veikur maður ,eins og kom á daginn og ekki í jafnvægi af völdum líkamlegra sjúkdóma. Því er á vissan hátt hægt að umbera hans mistök , en  ljóst er að við gátum ekki treyst meðflokksmönnum hans til að taka til sinna ráða og stoppa vitleysuna.Hafi þeir ævarandi skömm fyrir!Sama  gildir auðvitað um Íraksmálið, þar hefði verið skylt að segja stopp við þeim svívirðilega gerningi, að gera þjóðina meðvirka í hernaði gegn annarri þjóð.

 Þar hlaut varaformaðurinn, Geir Haarde , að fara fremstur í flokki að grípa fram fyrir hendur formannsins við þessar aðstæður! Skelfilegt til þess að vita að undirlægjuhátturinn skyldi vera svo takmarkalaus við foringjann, að við gátum ekki treyst næstráðanda til að taka í taumana!

Í flugstjórnarklefanum ku sú regla ríkja ,að aðstoðarflugmanni ber að taka fram fyrir hendur flugstjórans ef hann telur augljóst að hann valdi ekki sínu verkefni, af einhverjum ástæðum, hvort sem andlegt eða líkamlegt atgervi veldur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband